Fréttir

Flutningar hjá Bataskólanum
Flutningar hjá Bataskólanum
Bataskóli Íslands flutti nú á föstudaginn tímabundið í húsnæði Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis að Efstaleiti 1 (Útvarpshúsið). Við erum í óða önn að koma okkur fyrir á nýjum stað og hlökkum til að vera búin að koma okkur fyrir.
Fjarkennsla vikuna 22.-24. september
Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að bjóða upp á fjarkennslu í vikunni fyrir báða bekki á sömu tímum og áætlað var að kenna á staðnum, þar að segja á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 14-16.
Kennsla hefst í Bataskólanum 15. september

Kæru nemendur Bataskólans. Við hefjum kennslu þessa önnina á Velkomin í Bataskólann sem er fyrir nýnema í skólanum. Kennsla eftir stundaskrá hefst svo strax í kjölfarið miðvikudaginn 15. september.  Við viljum biðja nemendur um að huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og hvetjum alla til að koma með fjölnota ílát fyrir kaffi. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

 

 

 

Kæru nemendur Bataskólans

Vegna samkomubanns fellur öll kennsla í Bataskólanum niður næstu 4 vikur eða eins lengi og heilbrigðisyfirvöld mælast til.
Einnig frestast útskriftin sem fyrirhuguð var 27.mars um óákveðin tíma en við fögnum saman við fyrsta tækifæri þegar það verður gefið grænt ljós á mannfögnuði. ☕️🍰🎉
Ný önn sem hefjast átti í lok marsmánaðar frestast um óákveðinn tíma. Við munum láta vita eins fljótt og við getum hvenær hún getur hafist.

Við gerum þetta til að sýna samfélagslega ábyrgð og leggja okkar að mörkum til að hefta útbreiðslu veirunnar og verja heilbrigðiskerfið okkar og þá sem þurfa á því að halda.

Fylgist endilega með hér á Facebook-síðu skólans og á vefsíðu okkar www.bataskoli.is þar sem við munum birta nýjustu upplýsingar sem viðkoma starfsemi skólans. Þar munum við líka gera okkar besta til að miðla góðum og gagnlegum fróðleik til nemenda okkar á næstu vikum.

Ekki hika við að hafa samband við okkur hvort sem er í gegnum skilaboð á Facebook síðu Bataskólans eða á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er þið eruð með einhverjar spurningar. Við erum líka við símann milli kl 13 og 16 alla virka daga í síma 411-6555 og það er alltaf velkomið að heyra í okkur.

 

Styrkur frá heilbrigðisráðherra

 Sigrún tekur við styrk

Þann fjórða febrúar tók Sigrún við styrk frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir hönd Bataskólans við athöfn á Hotel Natura.  Styrkurinn er 300.000 kr. og er hugsaður til að búa til og halda geðhvarfanámskeið. Við erum mjög þakklát fyrir þennan veglega styrk sem mun vafalaust styrkja  starfsemi Bataskólans enn frekar.

Samningur við Vinnumálastofnun

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Bataskólans og Vinnumálastofnunar sem gengur í aðalatriðum út á að Bataskólinn býður skjólstæðingum VMST með geðrænan vanda og starfsfólki stofnunarinnar upp á skólavist og viðeigandi fræðslu til sjálfseflingar og með það að markmiði að draga úr fordómum gagnvart geðrænum vanda á vinnumarkaði. Þá mun skólinn bjóða upp á sérstök námskeið fyrir starfsmenn sem starfa eftir prógramminu Atvinna með stuðningi og einnig aðstandendur þeirra. Á móti mun VMST leggja skólanum til 6 milljónir króna á ári næstu þrjú árin og 3 milljónir á þessu ári sem meðal annars verða notaðar til þess að semja námskeiðin og hefja undirbúning. Samningurinn er heilmikil lyftistöng fyrir skólann og lýsandi fyrir það traust sem skólinn hefur áunnið sér á þeim stutta tíma sem liðinn frá því að hann var stofnsettur. Við í Bataskólanum hlökkum til að takast á við þessi nýju og spennandi verkefni.

 Sannkölluð útskriftarhátíð

Föstudaginn 29. mars útskrifuðust nemendur úr tveimur bekkjum í Bataskólanum. Annars vegar úr almennum bekk og hins vegar Ungmennabekk en það er í fyrsta skipti sem nemendur útskrifast úr honum. Mikil gleði ríkti í skólanum enda frábærir hópar á ferð sem hafa sýnt mikla námshæfileika, dugnað og samstöðu í vetur. Við í Bataskólanum óskum þeim velfarnaðar

nem eldri  nem 1  nem 2

Á myndunum er hluti af útskrifuðum nemendum ásamt verkefnisstjóra sem tróð sér inn á eina myndina :)

Hvatningarverðlaunin

Bataskólinn hlaut hin virtu Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands í flokki fyrirtækja og stofnana. Verðlaunin eru mikil hvatning til þess að halda áfram að vinna að því að bjóða upp á vandað og gefandi nám og þróa skólann áfram á næstu árum. Við erum öll gríðarlega stolt og ánægð með þessa viðurkenningu. 

verdlaun2

Kennsla hafin

Nú í haust fóru af stað tveir bekkir í Bataskólanum. Annars vegar hefðbundinn bekkur fólks á aldrinum 18 ára og upp úr og hins vegar bekkur sem við köllum Ungmennabekkinn og er fyrir fólk á aldrinum 18-28 ára. Áhersla er lögð á að höfða til ungs fólks og hefur það skilað sér vel enda um stóran og kraftmikinn bekk að ræða. Ungmennabekkurinn er nýjung og viðbót í skólastarfinu og erum við ákaflega þakklát fyrir þann liðsstyrk sem okkur hefur verið veittur í þessu spennandi verkefni og munar þar mest um styrk úr Minningarsjóði Bergs Snæs upp á 500.000 kr. sem rennur beint til þessa málefnis. Það verður mikið líf og fjör í skólanum í vetur.

Námskeið fyrir jafningjafræðara

Annar starfsvetur Bataskólans er framundan. Til þess að geta staðið sem allra best að skólastarfinu og þróað það áfram á réttar brautir fengum við tvo fulltrúa Nottingham Recovery College til landsins, þær Helen Brown stjórnanda skólans og Sarah Jane Hallett jafningjafræðara. Nottingham Recovery College er móðurskóli (ef svo má segja) Bataskóla Íslands og er um talsvart samstarf á milli skólanna að ræða.
Tilgangurinn með komu þeirra Helen og Sarah er tvíþættur; annars vegar að veita stjórnendum skólans og þeim aðilum sem að honum standa, góð ráð og ábendingar og hins vegar að halda ítarlegt námskeið fyrir þá jafningjafræðara sem koma til með að starfa við skólann í vetur. Á myndinni má sjá hluta jafningjafræðaranna okkar ásamt Sarah Jane. 

jafn

Annar bekkur útskrifast

Tíminn líður sannarlega hratt hér í Bataskólanum enda alltaf gaman hjá okkur því að annar bekkur útskrifaðist núna síðastliðinn föstudag, 15. júní. Þessi bekkur hefur sannarlega verið til mikillar fyrirmyndar á allan hátt og gert skólastarfið ákaflega ánægjulegt fyrir alla sem að því hafa komið. Við óskum þessum frábæru nemendum alls hins besta í framtíðinni. Megi batinn vera með ykkur, eins og Esther sagði í útskriftarræðunni sinni. Á myndinni má sjá hluta hópsins.

 argangur2 1

Fyrsti bekkurinn útskrifast

Þann 23. mars síðastliðinn útskrifaðist fyrstu bekkurinn frá Bataskólanum. Við erum gríðarlega stolt af þessum frábæru nemendum okkar og þakklát þeim fyrir allt samstarfið í vetur. Án þeirra hefði ekki tekist að þróa námskeiðin og skapa hið frábæra, hlýja og góða andrúmsloft sem ríkir í skólanum. Við sendum þeim okkar bestu kveðjur með ósk um gott gengi í framtíðinni. Á myndinni er hluti hópsins.

utskrift

Nýr starfsmaður

sigrun

Okkur er það mikil ánægja að geta sagt ykkur frá því að Sigrún Sigurðardóttir hefur hafið störf á skrifstofu skólans og mun sinna ýmsum verkefnum þar næstu mánuði. Sigrún kom til starfa hjá skólanum síðastliðið haust sem jafningjafræðari og hefur staðið sig frábærlega eins og reyndar allir þeir sem að skólanum hafa komið. Velkomin til starfa Sigrún.

Opinn dagur

Opinn dagur í Bataskólanum í gær 27. febrúar. Nemendur í öðrum bekk sáu um að skipuleggja daginn. Við fengum til okkar fjölmarga gesti úr ýmsum áttum og var stemmningin frábær. Markmiðið með opna deginum var að kynna starfsemi skólans og að eiga góðan dag saman. Boðið var upp á veitingar, létt hópefli og almenna gleði. Dagurinn gekk vonum framar og viljum við þakka þeim sem mættu fyrir komuna.

Nýr bekkur

Nú eftir áramót hófu um 28 átta nýir nemendur nám við skólann. Þessi góði hópur nemenda situr námskeið fyrri annar en sá hópur sem innritaðist í haust stundar nám á seinni önn á námskeiðum sem hafa verið í vinnslu og samningu síðustu vikur og mánuði. Nú hafa því verið samin flest öll þau námskeið sem Bataskólinn mun bjóða upp á eða í kringum 16 sem verður að teljast ansi fínt. Spennandi tímar framundan. 

Öflugir samstarfsaðilar

Nýverið voru undirritaðir samstarfssamningar á milli Bataskóla Íslands og samstarfsaðila skólans sem eru: Háskóli Íslands með Menntavísindasvið í forgrunni, Háskólinn í Reykjavík þar sem Sálfræðisvið skólans og Íþróttasvið verða Bataskólanum helst innan handar, Samráðsvettvangur geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn, þar sem nánasta samstarfið verður við Batamiðstöðina á Kleppi.

Allir þessi aðilar hafa lagt skólanum lið í haust og koma til með að gera það á næstu árum, bæði með því að lána skólanum sérfræðinga á ýmsum sviðum til þess að semja og kenna námskeið, með því að sitja í nefndum skólans, svo sem yfirstjórn og gæðanefnd, veita skólanum aðstoð við að meta árangur hans og ýmislegt fleira. Við hjá Bataskólanum gætum ekki verið stoltari og ánægðari með frábæran stuðning þessara öflugu samstarfsaðila.

sam1.jpg

Anna G. Ólafsdóttir, formaður framkvæmdarstjórnar Bataskólans, Halldóra Pálsdóttir, fyrir hönd Samráðsvettvangs geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu, Rafn Haraldur Rafnsson, fyrir hönd Landspítala og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, fyrir hönd Háskólans í Reykjavík. 

sam2.jpg

Anna G. Ólafsdóttir, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskólans. 

Öld einmanaleikans

Bataskólinn stóð fyrir málþingi sem bar yfirskriftina Öld einmanaleikans í Háskólanum í Reykjavík nú í byrjun desember. Viðtökur voru mjög góðar, fjöldi gesta sótti málþingið sem var svo streymt á netinu, bæði á Facebook og visir.is auk þess sem fjölmiðlar fluttu fréttir af því. Fyrirlesarar voru Halldóra Jónsdóttir, yfirgeðlæknir á Landspítalanum, Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur hjá Embætti Landlæknis og Óttar Guðbjörn Birgisson, sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í lok málþingsins komu þær Sigrún Sigurðardóttir, jafningjafræðari við skólann og Áslaug Inga Hannesdóttir, nemandi við skólann upp og sögðu frá sinni reynslu og hvað þeim þótti athyglisverðast af því sem fram hafði komið. 

DSC02694

Sigrún og Áslaug Inga.

Góðar fréttir af styrkjamálum
Það er okkur mikil gleði að geta sagt frá því að Bataskólinn hefur hlotið styrk frá Velferðarráðuneytinu upp á 3,3 milljónir kr. og frá VIRK upp á 1 milljón kr. Þessar fjárhæðir gera okkur kleift að vinna hraðar úr biðlistanum í skólann og taka nýjan bekk nemenda inn um áramótin. Við munum því á næstunni hafa samband við þá sem efstir eru á biðlistanum og bjóða þeim að koma til okkar í innskráningarviðtöl. Við erum þakklát og glöð yfir þessum stuðningi sem er okkur hvatning í starfi.

 

Viðtal við nemendur í Geðhjálparblaðinu
Þær Ásthildur, Jóhanna og Sigrún, nemendur við Bataskólann, stigu fram í viðtali í Geðhjálparblaðinu sem fylgdi Fréttablaðinu þann 7.október. Við gætum ekki verið stoltari af þessum hugrökku og duglegu konum sem eru að blómstra hér í náminu í Bataskólanum. Viðtalið má lesa í heild sinni hér að neðan.

22196010_969351039872990_9137826562967788262_n.png

 

Skólasetning Bataskólans
Síðastliðinn fimmtudag, 7.september var skólasetning í Bataskólanum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt fallega og skemmtilega ræðu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hvatti skólann til dáða en hann hefur verið ötull stuðningsmaður skólans og Anna Gunnhildur, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar og formaður stjórnar og framkvæmdarstjórnar Bataskólans talaði um mikilvægi Bataskólans í íslensku samfélagi. Við þökkum þeim öllum fyrir þeirra frábæra framlag. Fyrsti skóladagurinn fór svo frábærlega vel af stað. Starfið er hafið og ekkert nema gleði framundan.

IMG_3502.jpg

Stjórn Bataskólans kemur saman
Stjórn Bataskólans kom saman miðvikudaginn 30. ágúst, þar sem skrifað var undir samþykktir skólans, farið yfir námsárið og starfið framundan. Allt gert til þess að geta tekið sem allra best á móti þeim nemendum sem hefja nám eftir tæpar tvær vikur.

21209205 1538472582881145 1226077680 n
Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Rafn Haraldur Rafnsson, Auðna Ýrr Oddsdóttir, Steingerður Kristjánsdóttir, Halldóra Pálsdóttir, Iðunn Antonsdóttir, Einar Björnsson, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingveldur Halla Kristjánsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Héðinn Unnsteinsson. 

Fjöldi umsókna fyrir næsta vetur
Vel yfir 80 umsóknir bárust um skólavist í Bataskólanum fyrir næsta vetur sem er framar okkar björtustu vonum. Konur voru í nokkrum meirihluta og meðalaldur um 40 ár. Við munum á næstu dögum hafa samband við þá sem fyrstir sóttu um og bjóða þeim í viðtöl í skólanum til þess að kynnast þeim aðeins, sýna þeim húsnæðið og gefa þeim kost á að velja hvaða námskeið þeir/þær kjósa að sitja nú á haustönn. Það er ljóst að þessi fjöldi er mun meiri en við getum tekið við í haust en í staðinn fyrir að vísa fólki frá eða láta umsækjendur bíða í heilt ár var tekin ákvörðun um það á framkvæmdarstjórnarfundi að taka inn nemendur strax um áramót líka, líkt og gert er í framhaldsskólum.

Það mun taka tíma að vinna úr umsóknunum en við vitum að umsækjendur munu sýna okkur þolinmæði. Við bendum á að það er alltaf velkomið að hringja í okkur í síma 411-6555 á milli kl. 13 og 16, virka daga. Við erum fáliðuð en tökum símann alltaf þegar við getum. Einnig er upplagt að senda okkur tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef það eru einhverjar óskir eða spurningar sem þið hafið varðandi skólann. Við bendum líka á að þó svo að búið sé að loka fyrir umsóknir á heimasíðunni okkar, bataskoli.is þá er hægt að senda okkur línu og skrá sig á biðlista.

Þessi mikli fjöldi sem sækir nú um skólavist og sá mikli áhugi sem skólanum hefur verið sýndur er okkur öllum mikil hvatning og skýr skilaboð um mikilvægi Bataskólans. Bestu sumarkveðjur. Verkefnisstjórar.

Viðtal við verkefnisstjóra Bataskólans í Fréttablaðinu og á Vísi.is:
Screen Shot 2017-05-27 at 18.45.34.png

 

Kynningarfundur
Haldinn verður opinn kynningarfundur á Grand Hótel þriðjudaginn 30. maí, kl. 14.30 til 15.30 í salnum Gullteig B. Allir velkomnir og frítt inn. Verkefnisstjórar kynna skólann auk þess sem umsjónarmenn námskeiða munu segja frá því hvernig staðið er að samningu námskeiðanna. Heitt á könnunni. Við hefðum gaman af því að sjá þig þarna :)
salur.PNG

Prenta Netfang