Um okkur

Hjá Bataskóla Íslands starfa tveir verkefnisstjórar, Þorsteinn og Dagur og eru þeir einnig starfsmenn á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Þeir eru til viðtals í síma 411 6555 virka daga á milli kl. 13-16 og einnig er hægt að senda þeim fyrirspurnir með tölvupósti eða á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

mynd bataskoli

Guðmundur Dagur Jóhannsson, fæddur 1990 og ólst upp á Akranesi. Býr nú í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjögurra ára dóttur. Lærði lögfræði við Háskóla Íslands og hefur sinnt ýmsum störfum í velferðarþjónustu og skólastarfi. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 Screen Shot 2017 05 21 at 20.41.26

Þorsteinn Guðmundsson, fæddur árið 1967 og bjó lengst af í Undralandi í Fossvogi. Lærður leikari frá Leiklistarskóla Íslands og hefur starfað sem leikari, uppistandari og rithöfundur. Hefur hefur líka sinnt kennslu í leiklist og uppistandi og er nú nemandi í klínískri sálfræði fullorðinna við Háskóla Íslands. Hundaeigandi og fjórfaldur faðir. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

S
igrún Sigurðardóttir starfar líka á skrifstofu Bataskólans.

 

 

 

Framkvæmastjórn Bataskólans skipa Halldór Auðar Svansson formaður frá Geðhjálp, Kristjana Gunnarsdóttir gjaldkeri frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Iðunn Antonsdóttir meðstjórnandi frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.


Yfirstjórn Bataskólans skipa Halldór Auðar Svansson fulltrúi Geðhjálpar, Iðunn Antonsdóttir fulltrúi Reykjavíkurborgar, Ingibjörg V. Kaldalóns fulltrúi Háskóla Íslands, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir fulltrúi Háskólans í Reykjavík, Rafn Haraldur Rafnsson fulltrúi Landspítala, Halldóra Pálsdóttir fulltrúi samráðsvettvangs geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu auk Auðnu Ýrar Oddsdóttur, Einars Björnssonar, Héðins Unnsteinssonar og Ingveldar Höllu Kristjánsdóttur, fulltrúar notenda.

Prenta Netfang