Um okkur

Hjá Bataskóla Íslands starfa fjórir verkefnisstjórar, Esther, Þorsteinn, Helga og Dagur og eru þau einnig starfsmenn á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Þau eru til viðtals í síma 411 6555 virka daga á milli kl. 13-16 og einnig er hægt að senda þeim fyrirspurnir með tölvupósti.

Screen Shot 2017-05-21 at 16.56.55.png 

Esther Ágústsdóttir, fædd 1968 á Sauðárkróki og hef búið og starfað hér og þar, m.a. á Langanesi, í Frakklandi og Danmörku. Hef ýmist verið nemandi, kennari eða skólastjóri síðustu áratugi. Á mann og á tvö börn. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Screen Shot 2017 05 21 at 20.41.26

Þorsteinn Guðmundsson, fæddur árið 1967 og bjó lengst af í Undralandi í Fossvogi. Lærður leikari frá Leiklistarskóla Íslands og hefur starfað sem leikari, uppistandari og rithöfundur. Hefur hefur líka sinnt kennslu í leiklist og uppistandi og er nú nemandi í klínískri sálfræði fullorðinna við Háskóla Íslands. Hundaeigandi og fjórfaldur faðir. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Framkvæmastjórn Bataskólans skipa Anna G. Ólafsdóttir formaður frá Geðhjálp, Kristjana Gunnarsdóttir gjaldkeri frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Iðunn Antonsdóttir meðstjórnandi frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.


Yfirstjórn Bataskólans skipa Anna G. Ólafsdóttir fulltrúi Geðhjálpar, Iðunn Antonsdóttir fulltrúi Reykjavíkurborgar, Ingibjörg V. Kaldalóns fulltrúi Háskóla Íslands, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir fulltrúi Háskólans í Reykjavík, Rafn Haraldur Rafnsson fulltrúi Landspítala, Halldóra Pálsdóttir fulltrúi samráðsvettvangs geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu auk Auðnu Ýrar Oddsdóttur, Einars Björnssonar, Héðins Unnsteinssonar og Ingveldar Höllu Kristjánsdóttur, fulltrúar notenda.

Prenta Netfang