Ummæli nemenda

Fræðslan í bataskólanum hjálpaði mér að skilja sjálfa mig betur.

María í öðrum árgangi. 

 

Á þeim 10 árum sem ég hef unnið að því að ná bata er Bataskólinn eitt það flottasta og besta sem ég hef kynnst

Kristján í öðrum árgangi. 

 

Hér eru allir jafnir og vel komið fram við alla. Engir fordómar eru í bataskólanum. Og mæli ég með skólanum við alla, sem vilja ná bata.

Nemandi í fyrsta árgangi.

 

Í Bataskólanum finnast margar góðar leiðir sem hægt er að nýta til bættrar heilsu, bæði andlega og líkamlega. Þarna fékk ég bætta sýn á líf mitt.

Nemandi í fyrsta árgangi. 

 

Ég gekk með fram veggjum vegna mikils ótta, kvíða og þunglyndis sem ég hafði glímt við lengi þegar ég byrjaði í Bataskólanum sl. haust. Ég sótti námskeiðin 14 sem í boði voru og hafa þau öll, hvert á sinn hátt, hjálpað mér að takast á við mínar geðrænu áskoranir.  Núna í lok mars geng ég óttalaus og bjartsýn inn í framtíðina, þökk sé bataskólanum.

Elísabet í fyrsta árgangi.

 

Kennslukerfi Bataskólans er svona: Í hverri kennslustund eru 2 kennarar: Annar er sérfræðingur, t.d. sálfræðingur, og hinn er notandi bataþjónustu. Þetta hefur reynst vel.

Alexander í öðrum árgangi.

Prenta Netfang