Batamiðað nám um geðheilsu og bætt lífsgæði.

Við bjóðum upp á úrval vandaðra námskeiða sem öll fjalla um geðheilsu og bata.

Öll getum við glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Markmið okkar er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin.

Fjölbreytt námskeið um geðheilsu og bata.

Við bjóðum upp á fjölda vandaðra námskeiða sem öll fjalla um bata og bætt lífsgæði á einn eða annan hátt. Námskeiðin byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir ásamt von og trú á bata og bættum lífsgæðum. Notendur og sérfræðingar semja og flytja námskeiðin saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast.

Um skólann

Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur.

„Bataskólinn er einstakur staður.
Stafsfólk og nemendur sameinast um sérstaklega hlýja og mannlega nálgun á að stækka saman og læra af hvort öðru. Ég er einstaklega þakklát fyrir það sem ég fékk hér.”

— Bára Halldórsdóttir

Vertu með okkur í Bataskólanum í vetur.

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá nýjustu upplýsingar um námskeið, fyrirlestra og aðra viðburði á vegum Bataskólans.